Fullkomið salat
- Fanney Sif Gísladóttir
- Apr 24, 2020
- 1 min read
Þetta salat inniheldur allt sem ég elska og þegar það er samankomið er það fullkomið

Innihald
1/2. poki spínat
1/2. poki klettasalat
1. bolli soðið og kælt kínóa
reglan þegar kínóa er soðið þá er einn bolli af kínóa á móti tveimur af vatni
1. box jarðarber skorin í fernt
1. granat epli
12-15. ferskar döðlur saxaðar frekar smátt
ólífuolía eftir smekk
Aðferð
Setjið spínatið og klettasalatið í skál, baðið það með ólífuolíunni
og setjið restina af hráefnunum saman við og berið fram með bros á vör.
Eigðu góðan dag og njóttu þín í eldhúsinu.
Comments